Ríkið tekur við rekstri öldrunarheimila af Akureyrarbæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 15:23 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af Akureyrarbæ. Á þriðja hundrað starfsmenn öldrunarheimilana munu þá færast frá sveitarfélaginu yfir til HSN. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið HSN að taka við rekstrinum tímabundið. Fyrr á árinu samþykkti bæjarráð Akureyrar að óska ekki eftir framlengingu samningsins, sem rennur út 31. desember næstkomandi. Akureyrarbær hefur undanfarin ár rekið Öldrunarheimili Akureyrar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa hins verið ósáttir við að íslenska ríkið hafi verið tilbúið til þess að greiða uppsafnaðan halla í rekstri öldrunarheimilana. Hafa þeir bent á að það sé ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga að reka öldrunarheimili og sveitarfélagið geti ekki greitt á fjórða hundruð milljóna með rekstrinum á ári hverju. Í tilkynningu frá bænum segir að sú ákvörðun að flytja reksturinn til HSN sé mikilvægur liður í því að eyða óvissu um framtíðarrekstur öldrunarheimila. Þá er vísað í að heilbrigðisráðuneytið sé að hefja vinnu við úttekt á rekstri öldrunarheimila og að framtíðarhögun rekstrar öldrunarheimila á Akureyri muni taka mið að þeirri vinnu. Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar næstkomandi færast á þriðja hundrað starfsmenn ÖA frá Akureyrarbæ til HSN en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun frá og með 1. janúar næstkomandi taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af Akureyrarbæ. Á þriðja hundrað starfsmenn öldrunarheimilana munu þá færast frá sveitarfélaginu yfir til HSN. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið HSN að taka við rekstrinum tímabundið. Fyrr á árinu samþykkti bæjarráð Akureyrar að óska ekki eftir framlengingu samningsins, sem rennur út 31. desember næstkomandi. Akureyrarbær hefur undanfarin ár rekið Öldrunarheimili Akureyrar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa hins verið ósáttir við að íslenska ríkið hafi verið tilbúið til þess að greiða uppsafnaðan halla í rekstri öldrunarheimilana. Hafa þeir bent á að það sé ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga að reka öldrunarheimili og sveitarfélagið geti ekki greitt á fjórða hundruð milljóna með rekstrinum á ári hverju. Í tilkynningu frá bænum segir að sú ákvörðun að flytja reksturinn til HSN sé mikilvægur liður í því að eyða óvissu um framtíðarrekstur öldrunarheimila. Þá er vísað í að heilbrigðisráðuneytið sé að hefja vinnu við úttekt á rekstri öldrunarheimila og að framtíðarhögun rekstrar öldrunarheimila á Akureyri muni taka mið að þeirri vinnu. Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar næstkomandi færast á þriðja hundrað starfsmenn ÖA frá Akureyrarbæ til HSN en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum sem eru í gildi, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira