Snorri sló heimsmeistara og ólympíumeistara við | Besti árangur Íslendings Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 18:24 Snorri Einarsson náði sér í 13 heimsbikarstig í dag. vísir/getty Snorri Einarsson náði besta árangri sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð á heimsbikarmóti þegar hann keppti á móti í Meråker í Noregi í dag. Mótið var hluti af Ski Tour sem tilheyrir heimsbikarmótaröðinni. Keppt var í 34 km göngu með frjálsri aðferð og hópræsingu í dag. Snorri endaði í 18. sæti, meðal annars fyrir framan Livo Niskanen frá Noregi, ríkjandi ólympíumeistara í 50 km göngu, og Martin Johnrud Sundby frá Noregi, ríkjandi heimsmeistara í 15 km göngu. Ræst var eftir stöðu á heimslista og var Snorri því númer 47 í röðinni. Hann byrjaði hins vegar vel og náði að halda sér í fremsta hópnum og komst fljótlega upp um 15-20 sæti. Með því að enda svo í 18. sæti fær hann 13 heimsbikarstig og er samtals kominn með 17 heimsbikarstig, en einungis 30 efstu sætin gefa slík stig. Hann fær 31,64 FIS-stig og bætir sig á heimslista. Snorri var sjónarmun á eftir næstu tveimur keppendum í mark, en alls einni mínútu og 48 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Alexander Bolshunov frá Rússlandi sem var langfyrstur. Þetta var fjórða keppnin af alls sex á aðeins níu dögum á Ski tour. Snorri er í 24. sæti á mótaröðinni sem nú færist yfir til Þrándheims þar sem keppt verður í sprettgöngu á laugardag og 30 km eltigöngu með hefðbundinni aðferð á sunnudag. Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Snorri náði sínum besta árangri í vetur Snorri Einarsson gerði góða hluti í heimsbikarnum í Tékklandi. 18. janúar 2020 22:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Snorri Einarsson náði besta árangri sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð á heimsbikarmóti þegar hann keppti á móti í Meråker í Noregi í dag. Mótið var hluti af Ski Tour sem tilheyrir heimsbikarmótaröðinni. Keppt var í 34 km göngu með frjálsri aðferð og hópræsingu í dag. Snorri endaði í 18. sæti, meðal annars fyrir framan Livo Niskanen frá Noregi, ríkjandi ólympíumeistara í 50 km göngu, og Martin Johnrud Sundby frá Noregi, ríkjandi heimsmeistara í 15 km göngu. Ræst var eftir stöðu á heimslista og var Snorri því númer 47 í röðinni. Hann byrjaði hins vegar vel og náði að halda sér í fremsta hópnum og komst fljótlega upp um 15-20 sæti. Með því að enda svo í 18. sæti fær hann 13 heimsbikarstig og er samtals kominn með 17 heimsbikarstig, en einungis 30 efstu sætin gefa slík stig. Hann fær 31,64 FIS-stig og bætir sig á heimslista. Snorri var sjónarmun á eftir næstu tveimur keppendum í mark, en alls einni mínútu og 48 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Alexander Bolshunov frá Rússlandi sem var langfyrstur. Þetta var fjórða keppnin af alls sex á aðeins níu dögum á Ski tour. Snorri er í 24. sæti á mótaröðinni sem nú færist yfir til Þrándheims þar sem keppt verður í sprettgöngu á laugardag og 30 km eltigöngu með hefðbundinni aðferð á sunnudag.
Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Snorri náði sínum besta árangri í vetur Snorri Einarsson gerði góða hluti í heimsbikarnum í Tékklandi. 18. janúar 2020 22:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Snorri náði sínum besta árangri í vetur Snorri Einarsson gerði góða hluti í heimsbikarnum í Tékklandi. 18. janúar 2020 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum