Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. febrúar 2020 04:37 Frá vettvangi brunans í nótt. Vísir/friðrik þór Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira