Christian Fruchtl, þriðji markvörður Bayern Munchen, er sagður hafa hafnað tilboði frá Evrópumeisturum Liverpool í desember.
Þessi 20 ára markvörður var sagður vilja burt frá Bayern á láni í desember en hann er vilja spila meira.
Liverpool á að hafa sett sig í samband við Bayern um að fá hann til þess að vera varamarkvörður fyrir Alisson.
Bayern Munich goalkeeper Christian Fruchtl turned down move to Liverpool in December https://t.co/4qk5axJYqX
— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2020
Samkvæmt fjölmiðlum Sport1 hafnaði Fruchtl boðinu því hann vill fara til félags þar sem hann spilar reglulega. Hann sá ekki fram á það hjá Liverpool enda Alisson fastur með stöðuna þar.
Sá þýski er þriðji markvörður Bayern. Hann er á eftir Manuel Neuer og Sven Ulreich í röðinni og í sumar mun Alexander Nubel koma til félagsins. Því mun Fruchtl væntanlega færast enn aftar í röðina.
Christian Fruchtl hefur verið í herbúðum Bayern frá 2014. Hann hefur leikið 56 leiki fyrir varalið félagsins en ekki náð að leika með aðalliði félagsins.