Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikmenn Atletico Madrid eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni og það virðist ekki hafa farið vel í leikmenn Atletico.
Klopp var ósáttur með hvernig lærisveinar Diego Simeone voru að henda sér í grasið og sagði að leikmenn spænska liðsins hafi reynt að lokka Sadio Mane í rautt spjald.
Samkvæmt heimildum ESPN voru stjörnur Atletico Madrid ekki ánægðir með ummæli Klopp og þau komu þeim á óvart. Heimildarmaður innan liðsins sagði að hann ætti að vera kurteis og einbeita sér að sínu liði.
Atletico Madrid stars 'angered and surprised' by Liverpool boss Jurgen Klopp's accusations of play-acting and trying to get Sadio Mane sent off in #UCL last-16 tie#LFChttps://t.co/sl7kAD873l
— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2020
Klopp talaði ekki bara um hegðun Atletico á meðan leik stóð því hann og einnig Andy Robertson sögðu eftir leikinn að þeir hefðu fagnað eins og þeir væru komnir áfram í einvíginu.
Það er því ljóst að það verður mikill hiti í síðari viðureign liðanna er liðin mætast á Anfield þann 11. mars. Þar þarf Liverpool að vinna upp 1-0 forskot en þeir gerðu gott betur er þeir slógu út Barcelona á síðustu leiktíð.
Liverpool mætir West Ham á mánudaginn en liðið spilar einnig við Watford, Chelsea og Bournemouth áður en kemur að síðari leiknum gegn Atletico.