Þriðji drengurinn sem bjargað var úr höfninni á leið í endurhæfingu á Grensásdeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 13:45 Mikið fjölmenni kom saman í Hafnarfjarðarkirkju kvöldið eftir slysið til að sýna drengjunum og fjölskyldum þeirra samhug. Vísir/Sigurjón Drengur sem bjargað var úr bíl sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í janúar er á leið af Barnaspítala Hringsins þaðan sem hann heldur í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu. Batinn sé hægur en góður. Það var föstudagskvöldið 17. janúar sem bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Þrír táningar voru í bílnum. Einn komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem kallaðir voru á vettvang. Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var í sólarhring á Landspítalanum áður en hann var útskrifaður. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild og í framhaldinu fluttir á Barnaspítala Hringsins. Frá vettvangi í Hafnarfjarðarhöfn þann 17. janúar.Óskar Páll Elfarsson Tvær vikur er síðan annar drengurinn fór heim af Barnaspítalanum. Hinn drengurinn er á leiðinni af barnaspítalanum á endurhæfingu á Grensásdeild Landspítalans. Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir um gleðileg tíðindi að ræða. „Það er alltaf stór áfangi,“ segir Rósa. Drengurinn hafi verið í endurhæfingu á Landspítalanum og nú taki hann skrefið yfir á Grensásdeild hjá „öllu því fagfólki“ sem þar starfar. Rósa lýsir framförum drengsins sem mjög hægum en góðum. „Við vitum að góðir hlutir gerast hægt.“ Hún segir fjölskyldu drengsins finna fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu sem sé mjög mikilvægt. „Við erum full bjartsýni.“ Hafnarfjörður Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35 Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Drengur sem bjargað var úr bíl sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í janúar er á leið af Barnaspítala Hringsins þaðan sem hann heldur í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu. Batinn sé hægur en góður. Það var föstudagskvöldið 17. janúar sem bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Þrír táningar voru í bílnum. Einn komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem kallaðir voru á vettvang. Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var í sólarhring á Landspítalanum áður en hann var útskrifaður. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild og í framhaldinu fluttir á Barnaspítala Hringsins. Frá vettvangi í Hafnarfjarðarhöfn þann 17. janúar.Óskar Páll Elfarsson Tvær vikur er síðan annar drengurinn fór heim af Barnaspítalanum. Hinn drengurinn er á leiðinni af barnaspítalanum á endurhæfingu á Grensásdeild Landspítalans. Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir um gleðileg tíðindi að ræða. „Það er alltaf stór áfangi,“ segir Rósa. Drengurinn hafi verið í endurhæfingu á Landspítalanum og nú taki hann skrefið yfir á Grensásdeild hjá „öllu því fagfólki“ sem þar starfar. Rósa lýsir framförum drengsins sem mjög hægum en góðum. „Við vitum að góðir hlutir gerast hægt.“ Hún segir fjölskyldu drengsins finna fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu sem sé mjög mikilvægt. „Við erum full bjartsýni.“
Hafnarfjörður Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35 Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35
Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31