Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 13:35 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. Arngrímur lýsti handökunni og dómsmálinu ítarlega í viðtali við norðlenska miðilinn N4 í vikunni. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. Arngrímur játaði sök af ákæru um ólöglegar veiðar í lok janúar og var í byrjun þessa mánaðar dæmdur til að greiða tæpar átta milljónir króna í sekt. Arngrímur er nú kominn heim til Íslands. Hálfringlaður og hissa Arngrímur segir í viðtali við N4, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, að hann hafi verið við það að stíga um borð í flugvél heim til Íslands þegar hann fær meldingu um að fiskistofa Namibíu þurfi að fá hann á sinn fund. Arngrímur kveðst ekki hafa vitað um hvað málið snerist á þessum tímapunkti en hann hætti við flugið og hélt sem leið lá á fundinn. Þar kveðst hann hafa átt erfitt með að fá upplýsingar um þær ásakanir sem bera ætti á hendur honum. Að endingu var honum gert ljóst að meint brot væru dagsett 30. október 2019. „Ég skal viðurkenna það að maður var svona hálfringlaður og hissa. Og hélt nú kannski svona eins og varð dálítið áfram, maður hélt alltaf að málið myndi leysast. Að þetta væri ekki eitthvað sem væri byggt á góðum grunni.“ Sjá einnig: Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Arngrími var að því búnu fylgt á lögreglustöð. Þá hafði verið kallaður til lögfræðingur honum til halds og trausts. Þegar á lögreglustöðina var komið tók á móti þeim lögreglumaður sem las Arngrími réttindi sín og bað hann svo um að afhenda vegabréf sitt. „Og ég var með það því ég var á heimleið og [lögreglumaðurinn] segir sem sagt að ég sé ekki frjáls maður lengur og lætur mig ekkert hafa vegabréfið. Hann segir mér jafnframt að við getum ekki farið fyrir dóm, dómurinn sé lokaður því þetta sé það seint að degi til og ég verði að gista hjá þeim um nóttina,“ segir Arngrímur. Félaginn í fangaklefanum í haldi í eitt og hálft ár Hann kveðst jafnframt ekki hafa trúað sjálfur þeim aðstæðum sem hann var kominn í. Hann var svo læstur inn í fangaklefa klukkan átta um kvöldið. „Þar var fyrir einn maður sem var búinn að vera þarna í eitt og hálft ár. […] Hann var í ákveðnu máli þar sem hann var talinn hafa vitneskju um smygl á eiturlyfjum og þeir höfðu ekki náð að sanna á hann enn þá, þannig að hann var enn í haldi. Hann hafði ekki verið leiddur fyrir dómara í eitt og hálft ár. […] Á seinni stigum fór ég að hugsa: Getur þessi staða komið upp?“ Leið Arngríms lá svo í dómshúsið daginn eftir, ásamt lögmanni og starfsmanni Samherja. Arngrímur segir að málið hafi verið sett þannig upp fyrir honum að best væri að reyna að klára málið með dómsátt. „Þegar við förum þá í dómsalinn þá virðist vera komið eitthvað annað hljóð í strokkinn. Því þá er saksóknarinn kominn á allt aðra línu og farinn að tengja mitt mál við þær deilur og þær ásakanir sem fyrirtækið liggur undir.“ Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Ákvað að nú væri komið nóg Þá hafi honum fljótt orðið ljóst að málið hafi snúist um annað og meira en ólöglegar veiðar. „Í mínum huga var ég aukaatriði í þessu. Þetta snerist um að ná tangarhaldi á skipinu.“ Það hafi jafnframt aldrei komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér.“ Lögregluyfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste á ný í febrúar. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Íslendingar erlendis Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. Arngrímur lýsti handökunni og dómsmálinu ítarlega í viðtali við norðlenska miðilinn N4 í vikunni. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. Arngrímur játaði sök af ákæru um ólöglegar veiðar í lok janúar og var í byrjun þessa mánaðar dæmdur til að greiða tæpar átta milljónir króna í sekt. Arngrímur er nú kominn heim til Íslands. Hálfringlaður og hissa Arngrímur segir í viðtali við N4, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, að hann hafi verið við það að stíga um borð í flugvél heim til Íslands þegar hann fær meldingu um að fiskistofa Namibíu þurfi að fá hann á sinn fund. Arngrímur kveðst ekki hafa vitað um hvað málið snerist á þessum tímapunkti en hann hætti við flugið og hélt sem leið lá á fundinn. Þar kveðst hann hafa átt erfitt með að fá upplýsingar um þær ásakanir sem bera ætti á hendur honum. Að endingu var honum gert ljóst að meint brot væru dagsett 30. október 2019. „Ég skal viðurkenna það að maður var svona hálfringlaður og hissa. Og hélt nú kannski svona eins og varð dálítið áfram, maður hélt alltaf að málið myndi leysast. Að þetta væri ekki eitthvað sem væri byggt á góðum grunni.“ Sjá einnig: Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Arngrími var að því búnu fylgt á lögreglustöð. Þá hafði verið kallaður til lögfræðingur honum til halds og trausts. Þegar á lögreglustöðina var komið tók á móti þeim lögreglumaður sem las Arngrími réttindi sín og bað hann svo um að afhenda vegabréf sitt. „Og ég var með það því ég var á heimleið og [lögreglumaðurinn] segir sem sagt að ég sé ekki frjáls maður lengur og lætur mig ekkert hafa vegabréfið. Hann segir mér jafnframt að við getum ekki farið fyrir dóm, dómurinn sé lokaður því þetta sé það seint að degi til og ég verði að gista hjá þeim um nóttina,“ segir Arngrímur. Félaginn í fangaklefanum í haldi í eitt og hálft ár Hann kveðst jafnframt ekki hafa trúað sjálfur þeim aðstæðum sem hann var kominn í. Hann var svo læstur inn í fangaklefa klukkan átta um kvöldið. „Þar var fyrir einn maður sem var búinn að vera þarna í eitt og hálft ár. […] Hann var í ákveðnu máli þar sem hann var talinn hafa vitneskju um smygl á eiturlyfjum og þeir höfðu ekki náð að sanna á hann enn þá, þannig að hann var enn í haldi. Hann hafði ekki verið leiddur fyrir dómara í eitt og hálft ár. […] Á seinni stigum fór ég að hugsa: Getur þessi staða komið upp?“ Leið Arngríms lá svo í dómshúsið daginn eftir, ásamt lögmanni og starfsmanni Samherja. Arngrímur segir að málið hafi verið sett þannig upp fyrir honum að best væri að reyna að klára málið með dómsátt. „Þegar við förum þá í dómsalinn þá virðist vera komið eitthvað annað hljóð í strokkinn. Því þá er saksóknarinn kominn á allt aðra línu og farinn að tengja mitt mál við þær deilur og þær ásakanir sem fyrirtækið liggur undir.“ Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Ákvað að nú væri komið nóg Þá hafi honum fljótt orðið ljóst að málið hafi snúist um annað og meira en ólöglegar veiðar. „Í mínum huga var ég aukaatriði í þessu. Þetta snerist um að ná tangarhaldi á skipinu.“ Það hafi jafnframt aldrei komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér.“ Lögregluyfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste á ný í febrúar. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum.
Íslendingar erlendis Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21