Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna. Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
„Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00