Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 23:43 Tugir kvenna hafa sakað Harvey Weinstein, sem er 67 ára gamall, um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitt sig kynferðislega. Vísir/EPA Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07