Pólskur dagur í Vestmannaeyjum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2020 12:00 Pólskur dagur er haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum í dag. Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris. Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris.
Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira