Pólskur dagur í Vestmannaeyjum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2020 12:00 Pólskur dagur er haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum í dag. Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris. Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris.
Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira