Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 14:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður. Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00