Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 18:48 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem var samþykkt með 87,6 prósent greiddra atkvæða. Hann ítrekar þó að verkföll séu neyðarbrauð og enn sé tími til þess að ná samkomulagi þar sem fyrirhugaðar aðgerðir hefjast ekki fyrr en 9. mars. Árni Stefán ræddi kjaraviðræðurnar í Víglínunni í dag ásamt Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraness. „Í fyrsta lagi erum við að fara fram á að ýmis stór mál, sem hafa ekki komið til umræðu og menn hafa verið að bíða með einhverra hluta vegna, eins og sjálfur kaupliðurinn, launamunur milli markaða, launaþróunartrygging og fleira og fleira. Þetta eru stór mál sem enn þá á eftir að útkljá,“ segir Árni Stefán um kröfur BSRB.Sjá einnig: Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru tvíþættar. Annars vegar hefjast ótímabundin verkföll þann 9. mars á meðan stór hluti félagsmanna munu fara í svokölluð skæruverkföll tvo daga í hverri viku. Náist samningar ekki fyrir 15. apríl verða ótímabundin verkföll hjá öllum félagsmönnum. „Þetta hefur gengið afskaplega illa þessi kjarasamningslota. Við erum búin að bíða í ellefu mánuði að ná niðurstöðu sem er alveg ófært. Það er held ég erfitt að kveða á um það en tíminn er algjörlega nægilegur til þess að ná saman því aðgerðirnar byrja ekki fyrr en 9. mars.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir Tókst að höggva á hnútinn hjá Verkalýðsfélagi Akraness Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segist hafa verið í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fylgist náið með samningaviðræðum. Þó hafi samningar náðst við Verkalýðsfélag Akraness og þar hafi verið farið leiðir sem hann segir vera til framdráttar. „Akraneskaupstaður hefur lagt mikla áherslu á það að styðja við lífskjarasamninginn og Vilhjálmur Birgisson, sem samdi við okkur um þetta, hann hefur einmitt sömuleiðis verið að passa vel upp á það að við séum að vinna eftir lífskjarasamningnum. Meðal annars með því að hækka ekki þjónustugjaldskröfur meira en 2,5% með því að lækka álögur á fasteignagjöldum sem hefðu annars hækkað um tuttugu og eitthvað prósent á Akranesi. Þá erum við að lækka álagsprósentur, fasteignaskatta, og þetta er auðvitað stóra málið,“ segir Sævar Freyr. Hann bætir við að áhersla sé lögð á að verja lífskjarasamninginn og vonast til þess að aðrir aðilar á opinberum markaði líti til þeirra lausna sem unnið var með í samningum Akraness og Verkalýðsfélags Akraness. „Þarna náum við samningum á þeim grundvelli við Verkalýðsfélag Akraness og erum auðvitað að vonast til að það sé fyrirmynd sem hægt sé að vinna með gagnvart fleiri aðilum á opinberum markaði.“ Samband íslenskra sveitarfélaga „settu allt upp í loft“ Aðspurður hvort BSRB sé að fara fram á kröfur umfram lífskjarasamninginn svokallaða segir Árni Stefán þann samning ekki henta endilega starfsfólki BSRB. Það sé margt gott í samningnum en opinberir starfsmenn hafi verið skildir eftir við gerð samningsins. „Núna vorum við inn í þeirri umræðu þegar menn voru að ræða við ríkisstjórnina um hvernig menn ætluðu að taka á launamálunum en þegar kom að sjálfum samningunum þá fór hinn almenni markaður sér og skildi opinbera starfsmenn eftir í umræðunni. Svo komu þeir út með samning og kölluðu hann Lífskjarasamning og sögðu: Jæja nú eiga allir að gera eins og við. Það er náttúrulega ekki þannig,“ segir Árni Stefán. Hann segir kröfur BSRB draga fram atriði sem varða opinbera starfsmenn sérstaklega. Þá nefnir hann sérstaklega styttingu vinnuvikunnar og segir BSRB vilja ganga lengra í þeim efnum, enda séu opinberir starfsmenn að stórum hluta til í vaktavinnu og því þarf að finna lausn á því hvernig stytting vinnuvikunnar muni nýtast þeim hópum. Þá hafi Samband íslenskra sveitarfélaga sett allt upp í loft með nýjum launaþætti. „Þeir bjuggu til nýjan launaþátt, 1,5% sem þeir ætla að borga öllum þeim sem eru í stéttarfélögum sem vinna hjá þeim og eru innan ASÍ en eru samt opinberir starfsmenn. Þeir ætla ekki að borga þeim félagsmönnum okkar, sem eru innan BSRB - þar draga þeir mörkin. Þetta gerði það að verkum að samningarnir við Samband íslenskra sveitarfélaga fóru algjörlega í strand.“ Aðspurður segist Sævar Freyr kannast við téðan launaþátt. „Ég held að þetta snúist um þetta 1,5%, hvernig því er skipt og hvernig það er framsett í samningum. Menn eru með einhvern ágreining um nálgun á því verkefni en ég er ekki jafn mikill sérfræðingur og þessi góði maður við hliðina á mér í þessum efnum og er ekki við samningaborðið eins og hann, þannig ég ætla ekkert að draga á þessu stigi í efa það sem hann segir hérna.“ Árni Stefán segist vona eftir stuðningi Sævars Freys í samningum því þetta sé ótækt. „Það að ætla að taka einn hópinn og út og segja: Þið fáið 1,5 prósent meira heldur en hinir. Það náttúrulega bara gengur ekki.“ Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem var samþykkt með 87,6 prósent greiddra atkvæða. Hann ítrekar þó að verkföll séu neyðarbrauð og enn sé tími til þess að ná samkomulagi þar sem fyrirhugaðar aðgerðir hefjast ekki fyrr en 9. mars. Árni Stefán ræddi kjaraviðræðurnar í Víglínunni í dag ásamt Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraness. „Í fyrsta lagi erum við að fara fram á að ýmis stór mál, sem hafa ekki komið til umræðu og menn hafa verið að bíða með einhverra hluta vegna, eins og sjálfur kaupliðurinn, launamunur milli markaða, launaþróunartrygging og fleira og fleira. Þetta eru stór mál sem enn þá á eftir að útkljá,“ segir Árni Stefán um kröfur BSRB.Sjá einnig: Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru tvíþættar. Annars vegar hefjast ótímabundin verkföll þann 9. mars á meðan stór hluti félagsmanna munu fara í svokölluð skæruverkföll tvo daga í hverri viku. Náist samningar ekki fyrir 15. apríl verða ótímabundin verkföll hjá öllum félagsmönnum. „Þetta hefur gengið afskaplega illa þessi kjarasamningslota. Við erum búin að bíða í ellefu mánuði að ná niðurstöðu sem er alveg ófært. Það er held ég erfitt að kveða á um það en tíminn er algjörlega nægilegur til þess að ná saman því aðgerðirnar byrja ekki fyrr en 9. mars.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir Tókst að höggva á hnútinn hjá Verkalýðsfélagi Akraness Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segist hafa verið í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fylgist náið með samningaviðræðum. Þó hafi samningar náðst við Verkalýðsfélag Akraness og þar hafi verið farið leiðir sem hann segir vera til framdráttar. „Akraneskaupstaður hefur lagt mikla áherslu á það að styðja við lífskjarasamninginn og Vilhjálmur Birgisson, sem samdi við okkur um þetta, hann hefur einmitt sömuleiðis verið að passa vel upp á það að við séum að vinna eftir lífskjarasamningnum. Meðal annars með því að hækka ekki þjónustugjaldskröfur meira en 2,5% með því að lækka álögur á fasteignagjöldum sem hefðu annars hækkað um tuttugu og eitthvað prósent á Akranesi. Þá erum við að lækka álagsprósentur, fasteignaskatta, og þetta er auðvitað stóra málið,“ segir Sævar Freyr. Hann bætir við að áhersla sé lögð á að verja lífskjarasamninginn og vonast til þess að aðrir aðilar á opinberum markaði líti til þeirra lausna sem unnið var með í samningum Akraness og Verkalýðsfélags Akraness. „Þarna náum við samningum á þeim grundvelli við Verkalýðsfélag Akraness og erum auðvitað að vonast til að það sé fyrirmynd sem hægt sé að vinna með gagnvart fleiri aðilum á opinberum markaði.“ Samband íslenskra sveitarfélaga „settu allt upp í loft“ Aðspurður hvort BSRB sé að fara fram á kröfur umfram lífskjarasamninginn svokallaða segir Árni Stefán þann samning ekki henta endilega starfsfólki BSRB. Það sé margt gott í samningnum en opinberir starfsmenn hafi verið skildir eftir við gerð samningsins. „Núna vorum við inn í þeirri umræðu þegar menn voru að ræða við ríkisstjórnina um hvernig menn ætluðu að taka á launamálunum en þegar kom að sjálfum samningunum þá fór hinn almenni markaður sér og skildi opinbera starfsmenn eftir í umræðunni. Svo komu þeir út með samning og kölluðu hann Lífskjarasamning og sögðu: Jæja nú eiga allir að gera eins og við. Það er náttúrulega ekki þannig,“ segir Árni Stefán. Hann segir kröfur BSRB draga fram atriði sem varða opinbera starfsmenn sérstaklega. Þá nefnir hann sérstaklega styttingu vinnuvikunnar og segir BSRB vilja ganga lengra í þeim efnum, enda séu opinberir starfsmenn að stórum hluta til í vaktavinnu og því þarf að finna lausn á því hvernig stytting vinnuvikunnar muni nýtast þeim hópum. Þá hafi Samband íslenskra sveitarfélaga sett allt upp í loft með nýjum launaþætti. „Þeir bjuggu til nýjan launaþátt, 1,5% sem þeir ætla að borga öllum þeim sem eru í stéttarfélögum sem vinna hjá þeim og eru innan ASÍ en eru samt opinberir starfsmenn. Þeir ætla ekki að borga þeim félagsmönnum okkar, sem eru innan BSRB - þar draga þeir mörkin. Þetta gerði það að verkum að samningarnir við Samband íslenskra sveitarfélaga fóru algjörlega í strand.“ Aðspurður segist Sævar Freyr kannast við téðan launaþátt. „Ég held að þetta snúist um þetta 1,5%, hvernig því er skipt og hvernig það er framsett í samningum. Menn eru með einhvern ágreining um nálgun á því verkefni en ég er ekki jafn mikill sérfræðingur og þessi góði maður við hliðina á mér í þessum efnum og er ekki við samningaborðið eins og hann, þannig ég ætla ekkert að draga á þessu stigi í efa það sem hann segir hérna.“ Árni Stefán segist vona eftir stuðningi Sævars Freys í samningum því þetta sé ótækt. „Það að ætla að taka einn hópinn og út og segja: Þið fáið 1,5 prósent meira heldur en hinir. Það náttúrulega bara gengur ekki.“
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent