Úti um friðinn Þórir Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2020 08:15 Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum þá er friðurinn úti á vinnumarkaðnum í heild sinni. Almennt launafólk sætti sig í fyrra við krónutöluhækkanir í ljósi ástandsins í efnahagslífinu og sem framlag til jöfnuðar í samfélaginu. Fyrir marga launamenn var lífskjarasamningurinn fórn. Fólk með meðaltekjur og þar yfir tók með honum þátt í að lyfta fólki á lægstu launum gegn því að bera hlutfallslega minna úr býtum sjálft. Þetta fólk mun ekki láta það yfir sig ganga að opinberi markaðurinn stökkvi framúr. Það mun nota hvert tækifæri til að fá sams konar hækkanir eða meiri og þá fer verðbólguhjólið af stað. Miðað við yfirlýst tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar þá virðist stærsti vinnuveitandinn meðal sveitarfélaga þegar hafa gengið lengra en einkageirinn gerði fyrir ári. Orðræða forystufólks Eflingar nú er hin sama og fyrir ári – en það vonast eftir annarri niðurstöðu.Vísir/Sigurjón Orðræða forystufólks Eflingar um skammarlega lág laun ófaglærðra starfsmanna á leikskólum og víðar hefur skiljanlega fengið mikinn hljómgrunn meðal almennings. Væri hægt að hækka allra lægstu launin, án þess að það hefði áhrif á önnur laun, má ætla að allgóð sátt yrði um það. Langflestir eru með mun hærri tekjur og geta illa ímyndað sér líf á útborguðum launum rétt yfir 200 þúsund krónum. En umræðan um lægstu launin fór fram í fyrra og henni lauk með ákveðinni lausn, sem var kölluð lífskjarasamningur. Sá samningur var varnarsigur í erfiðri stöðu. Sú staða hefur ekkert batnað. Ekkert hefur gerst á þessum tæplega ellefu mánuðum sem eru liðnir frá lífskjarasamningnum sem réttlætir að setja hann í uppnám. Einn er þó munur á samningsstöðu verkalýðsfélaganna. Nú er ekki verið að semja við fyrirtæki á markaði heldur við opinbera geirann. Forystufólk Eflingar, sem skrifaði undir lífskjarasamninginn í apríl í fyrra, sækir nú meira úr sjóðum hins opinbera en fékkst frá atvinnulífinu þá. Dæmin um kauphækkanir hjá hinu opinbera eru ekki til eftirbreytni. Skemmst er að minnast ótrúlegra hækkana sem nánustu samstarfsmenn fyrrverandi ríkislögreglustjóra fengu síðastliðið haust og hækkana sem kjararáð sáluga úthlutaði og voru sem innspýting eiturs í kjaraviðræður árum saman. Ríki og sveitarfélög þurfa að hafa hugfast að samningar á komandi vikum snúast ekki bara um kjör starfsmanna þeirra. Þeir snúast um stríð og frið á vinnumarkaði. Ef hið opinbera endar á að yfirbjóða einkageirann þá er úti um friðinn.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Þórir Guðmundsson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum þá er friðurinn úti á vinnumarkaðnum í heild sinni. Almennt launafólk sætti sig í fyrra við krónutöluhækkanir í ljósi ástandsins í efnahagslífinu og sem framlag til jöfnuðar í samfélaginu. Fyrir marga launamenn var lífskjarasamningurinn fórn. Fólk með meðaltekjur og þar yfir tók með honum þátt í að lyfta fólki á lægstu launum gegn því að bera hlutfallslega minna úr býtum sjálft. Þetta fólk mun ekki láta það yfir sig ganga að opinberi markaðurinn stökkvi framúr. Það mun nota hvert tækifæri til að fá sams konar hækkanir eða meiri og þá fer verðbólguhjólið af stað. Miðað við yfirlýst tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar þá virðist stærsti vinnuveitandinn meðal sveitarfélaga þegar hafa gengið lengra en einkageirinn gerði fyrir ári. Orðræða forystufólks Eflingar nú er hin sama og fyrir ári – en það vonast eftir annarri niðurstöðu.Vísir/Sigurjón Orðræða forystufólks Eflingar um skammarlega lág laun ófaglærðra starfsmanna á leikskólum og víðar hefur skiljanlega fengið mikinn hljómgrunn meðal almennings. Væri hægt að hækka allra lægstu launin, án þess að það hefði áhrif á önnur laun, má ætla að allgóð sátt yrði um það. Langflestir eru með mun hærri tekjur og geta illa ímyndað sér líf á útborguðum launum rétt yfir 200 þúsund krónum. En umræðan um lægstu launin fór fram í fyrra og henni lauk með ákveðinni lausn, sem var kölluð lífskjarasamningur. Sá samningur var varnarsigur í erfiðri stöðu. Sú staða hefur ekkert batnað. Ekkert hefur gerst á þessum tæplega ellefu mánuðum sem eru liðnir frá lífskjarasamningnum sem réttlætir að setja hann í uppnám. Einn er þó munur á samningsstöðu verkalýðsfélaganna. Nú er ekki verið að semja við fyrirtæki á markaði heldur við opinbera geirann. Forystufólk Eflingar, sem skrifaði undir lífskjarasamninginn í apríl í fyrra, sækir nú meira úr sjóðum hins opinbera en fékkst frá atvinnulífinu þá. Dæmin um kauphækkanir hjá hinu opinbera eru ekki til eftirbreytni. Skemmst er að minnast ótrúlegra hækkana sem nánustu samstarfsmenn fyrrverandi ríkislögreglustjóra fengu síðastliðið haust og hækkana sem kjararáð sáluga úthlutaði og voru sem innspýting eiturs í kjaraviðræður árum saman. Ríki og sveitarfélög þurfa að hafa hugfast að samningar á komandi vikum snúast ekki bara um kjör starfsmanna þeirra. Þeir snúast um stríð og frið á vinnumarkaði. Ef hið opinbera endar á að yfirbjóða einkageirann þá er úti um friðinn.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun