Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree komu fram í beinni útsendingu í Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla Hólm á Stöð 2 fyrir helgi.
Þar flutti sveitin lagið Wild Wind og var flutningurinn fallegur. Sycamore Tree hefur verið starfandi síðan árið 2016 og stóð bandið fyrir tónleikum í Fríkirkjunni um helgina.
Hér að neðan má sjá flutning þeirra á laginu Wild Wind frá því á föstudagskvöldið.