Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 24. febrúar 2020 16:51 Harvey Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum. Margar þeirra voru að reyna að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaiðnaðinum. Vísir/Getty Kviðdómur í New York sakfelldi Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann, fyrir kynferðisbrot sem hann var sakaður um í tveimur ákæruliðum. Hann var sýknaður af öðrum liðum ákærunnar, þar á meðal þeim alvarlegustu. Þrátt fyrir það gæti hinn 67 ára Weinstein verið dæmdur í allt að 25 ára fangelsi. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni. Að sögn AP-fréttastofunnar var Weinstein fundinn sekur um kynferðisbrot með því að hafa ráðist kynferðislega á Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Sjá einnig: Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Lögmenn Weinstein hafa haldið því fram að kynferðislegt samband Weinstein við konurnar hafi verið með vilja þeirra og lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruliðunum. Kviðdómendurnir tóku sér fimm daga í að komast að niðurstöðu í málinu. Eftir að niðurstaðan var lesin upp var Weinstein handjárnaður og færður í fangelsi. Dómsuppkvaðning fer fram þann 11. mars. Weinstein hefur einnig verið ákærður í Los Angeles þar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað einni konu og brotið kynferðislega gegn annari sitthvort kvöldið um óskarshelgina 2013. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Dómari í New York bað kviðdómendur í máli kvikmyndaframleiðandans um að halda áfram að ráða ráðum sínum og komast að einróma niðurstöðu. 21. febrúar 2020 23:43 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Kviðdómur í New York sakfelldi Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann, fyrir kynferðisbrot sem hann var sakaður um í tveimur ákæruliðum. Hann var sýknaður af öðrum liðum ákærunnar, þar á meðal þeim alvarlegustu. Þrátt fyrir það gæti hinn 67 ára Weinstein verið dæmdur í allt að 25 ára fangelsi. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni. Að sögn AP-fréttastofunnar var Weinstein fundinn sekur um kynferðisbrot með því að hafa ráðist kynferðislega á Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Sjá einnig: Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Lögmenn Weinstein hafa haldið því fram að kynferðislegt samband Weinstein við konurnar hafi verið með vilja þeirra og lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruliðunum. Kviðdómendurnir tóku sér fimm daga í að komast að niðurstöðu í málinu. Eftir að niðurstaðan var lesin upp var Weinstein handjárnaður og færður í fangelsi. Dómsuppkvaðning fer fram þann 11. mars. Weinstein hefur einnig verið ákærður í Los Angeles þar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað einni konu og brotið kynferðislega gegn annari sitthvort kvöldið um óskarshelgina 2013.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Dómari í New York bað kviðdómendur í máli kvikmyndaframleiðandans um að halda áfram að ráða ráðum sínum og komast að einróma niðurstöðu. 21. febrúar 2020 23:43 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Dómari í New York bað kviðdómendur í máli kvikmyndaframleiðandans um að halda áfram að ráða ráðum sínum og komast að einróma niðurstöðu. 21. febrúar 2020 23:43
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07