Segir leikmenn úr rúmenska hópnum stunda of mikið kynlíf Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 23:30 Florinel Coman er ein helsta stjarna FCSB og var lykilmaður í liði Rúmena sem enduðu í 4. sæti á EM U21-liða í fyrra. vísir/getty Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37
Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30
Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01