Garðabær gegn sóun Guðfinnur Sigurvinsson og Jóna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Guðfinnur Sigurvinsson Jóna Sæmundsdóttir Umhverfismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun