Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:45 Telma og Baron. Telma segir að hestamennskan sé í blóðinu hennar, þó að enginn annar í fjölskyldunni sé með þessa bakteríu. Vísir/Vilhelm Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. „Fyrsti viðmælandi minn er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta karla. Við sýnum alveg nýja hlið á honum,“ segir Telma í samtali við Vísi. „Í öðrum þætti sjáum við landsþekktan mann fara í fyrsta sinn á ævinni á hestbak. Mjög fyndinn þáttur. Við heimsækjum tannlæknahjón, sem hafa ekki stundað hestasportið lengi, en eiga samt dásamlega fallegt hrossaræktarbú, eru með fólk í vinnu og „eiga“ jafnvel lið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Einnig verður rætt við hestaljósmyndara sem á myndir á veggjum lúxushótels úti í heimi og bönkum upp á hjá þjóðþekktum hestamönnum úti á landi. Allt er þetta skemmtilegt fólk sem hefur áhugaverðar sögur að segja.“ Telma og Baron eiga einstakt samband. Bera virðingu fyrir hestinum sínum Telma ákvað að gera þessa þætti til að sýna breiddina sem er í hestamennskunni, fólkið sem hana stundar og lífið með Íslenska hestinum. Þættirnir eru því alls ekki bara fyrir hestafólk. „Undirbúningur fyrir þættina hófst síðast liðið haust, en á bak við hvern þátt er mikil vinna. Þeir sem ekki til þekkja undrast oft yfir því hvað fara margar klukkustundir í að framleiða einn sjónvarpsþátt. Fyrst fara fram samtöl við viðmælendur, kvikmyndatökur því næst, svo er úrvinnslan líklega tímafrekust, en það þarf að skoða efnið, skrifta það, búa til handrit, klippa, setja tónlist yfir, endurskoða og endurskoða aftur. Og aftur. En þetta er mjög skemmtileg vinna.“ Klippa: Hestalífið - sýnishorn Hún segir að það skemmtilegasta við gerð þáttanna hafi verið að hitta fólk sem tali um áhugamálið sitt af innlifun. „Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks, hestarnir verða svo miklir vinir. Það sem kemur mér á óvart er hvað allir viðmælendur mínir bera mikla virðingu fyrir hestinum sínum og eru djúpt snortnir af samskiptum við hann. Hestamennskan er falleg baktería sem fáir vilja læknast af.“ Með Telmu vinnur Hörður Þórhallsson sem rekur framleiðslufyrirtækið Beit production. „Ég rakst á myndband sem hann gerði ásamt félaga sínum í fyrirtækinu og fannst þeir vera að gera sniðuga hluti. Skemmst er frá því að segja að mjög skemmtilegt er að vinna með Herði, hann er hugmyndaríkur og snjall. Útkoman er eftir því.“ Baron brosir sínu breiðasta fyrir myndavélina.Vísir/Vilhelm Hestamennskan tók yfir lífið Hestamennskan spilar stórt hlutverk í lífi Telmu svo hún veit alveg hvað hún syngur í þessum efnum. „Hestamennskan er mér af einhverjum skringilegum ástæðum í blóð borin, jafnvel þótt enginn annar í fjölskyldunni hefði áhuga. Á barnsaldri vélaði ég reiðnámskeið út úr foreldrum mínum, fór að vinna í sveit og keypti hest í kjölfarið. Síðar tók við nám og vinna, en sá tími kom að mér þótti vonlaust að vera hestlaus hestamaður. Fyrir 20 árum endurnýjaði ég kynnin og síðan þá hef ég menntað mig í hestafræðum, kláraði reiðkennaranám við Háskólann á Hólum, framleiddi hestaíþróttaþætti á Stöð 2 sport, hef staðið að fræðslusýningum, viðburðum og keppi nú sjálf í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Telma viðurkennir að hestamennskan hafi nú tekið yfir allt hennar líf, svo einfalt er það. „Það er ótrúlegur galdur að geta tjáð sig við aðra lífveru sem skilur hvorki íslensku né annað tungumál. Knapi og hestur þurfa að þróa með sér „samtal,“ einhverja leið til að skilja hvorn annan. Þegar vel tekst til verður til einhver leyniþráður sem er óskiljanlega gefandi. Það hafa komið augnablik þar sem maður er eitt með hestinum sínum, þá renna orkusviðin saman og knapinn öðlast vængi, verður hestaflið sem hann situr. Það er ótrúleg lífsreynsla og nánast trúarleg upplifun.“ Uppáhalds hestur Telmu heitir Baron og er hann frá Bala 1. „Hann hef ég átt og þjálfað í bráðum sex ár og það hefur verið mikil lífsreynsla. Baron hefur frá náttúrunnar hendi mjög mikla hæfileika, en þá sýnir hann ekki af sjálfu sér og því hefur þjálfun hans verið bæði löng og ströng. Baron er núna hestur í fremstu röð á keppnisvellinum, ljúfur en ákveðinn, getumikill gæðingur. Hvílík lukka að kynnast slíkri skepnu.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fer í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. „Fyrsti viðmælandi minn er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta karla. Við sýnum alveg nýja hlið á honum,“ segir Telma í samtali við Vísi. „Í öðrum þætti sjáum við landsþekktan mann fara í fyrsta sinn á ævinni á hestbak. Mjög fyndinn þáttur. Við heimsækjum tannlæknahjón, sem hafa ekki stundað hestasportið lengi, en eiga samt dásamlega fallegt hrossaræktarbú, eru með fólk í vinnu og „eiga“ jafnvel lið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Einnig verður rætt við hestaljósmyndara sem á myndir á veggjum lúxushótels úti í heimi og bönkum upp á hjá þjóðþekktum hestamönnum úti á landi. Allt er þetta skemmtilegt fólk sem hefur áhugaverðar sögur að segja.“ Telma og Baron eiga einstakt samband. Bera virðingu fyrir hestinum sínum Telma ákvað að gera þessa þætti til að sýna breiddina sem er í hestamennskunni, fólkið sem hana stundar og lífið með Íslenska hestinum. Þættirnir eru því alls ekki bara fyrir hestafólk. „Undirbúningur fyrir þættina hófst síðast liðið haust, en á bak við hvern þátt er mikil vinna. Þeir sem ekki til þekkja undrast oft yfir því hvað fara margar klukkustundir í að framleiða einn sjónvarpsþátt. Fyrst fara fram samtöl við viðmælendur, kvikmyndatökur því næst, svo er úrvinnslan líklega tímafrekust, en það þarf að skoða efnið, skrifta það, búa til handrit, klippa, setja tónlist yfir, endurskoða og endurskoða aftur. Og aftur. En þetta er mjög skemmtileg vinna.“ Klippa: Hestalífið - sýnishorn Hún segir að það skemmtilegasta við gerð þáttanna hafi verið að hitta fólk sem tali um áhugamálið sitt af innlifun. „Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks, hestarnir verða svo miklir vinir. Það sem kemur mér á óvart er hvað allir viðmælendur mínir bera mikla virðingu fyrir hestinum sínum og eru djúpt snortnir af samskiptum við hann. Hestamennskan er falleg baktería sem fáir vilja læknast af.“ Með Telmu vinnur Hörður Þórhallsson sem rekur framleiðslufyrirtækið Beit production. „Ég rakst á myndband sem hann gerði ásamt félaga sínum í fyrirtækinu og fannst þeir vera að gera sniðuga hluti. Skemmst er frá því að segja að mjög skemmtilegt er að vinna með Herði, hann er hugmyndaríkur og snjall. Útkoman er eftir því.“ Baron brosir sínu breiðasta fyrir myndavélina.Vísir/Vilhelm Hestamennskan tók yfir lífið Hestamennskan spilar stórt hlutverk í lífi Telmu svo hún veit alveg hvað hún syngur í þessum efnum. „Hestamennskan er mér af einhverjum skringilegum ástæðum í blóð borin, jafnvel þótt enginn annar í fjölskyldunni hefði áhuga. Á barnsaldri vélaði ég reiðnámskeið út úr foreldrum mínum, fór að vinna í sveit og keypti hest í kjölfarið. Síðar tók við nám og vinna, en sá tími kom að mér þótti vonlaust að vera hestlaus hestamaður. Fyrir 20 árum endurnýjaði ég kynnin og síðan þá hef ég menntað mig í hestafræðum, kláraði reiðkennaranám við Háskólann á Hólum, framleiddi hestaíþróttaþætti á Stöð 2 sport, hef staðið að fræðslusýningum, viðburðum og keppi nú sjálf í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Telma viðurkennir að hestamennskan hafi nú tekið yfir allt hennar líf, svo einfalt er það. „Það er ótrúlegur galdur að geta tjáð sig við aðra lífveru sem skilur hvorki íslensku né annað tungumál. Knapi og hestur þurfa að þróa með sér „samtal,“ einhverja leið til að skilja hvorn annan. Þegar vel tekst til verður til einhver leyniþráður sem er óskiljanlega gefandi. Það hafa komið augnablik þar sem maður er eitt með hestinum sínum, þá renna orkusviðin saman og knapinn öðlast vængi, verður hestaflið sem hann situr. Það er ótrúleg lífsreynsla og nánast trúarleg upplifun.“ Uppáhalds hestur Telmu heitir Baron og er hann frá Bala 1. „Hann hef ég átt og þjálfað í bráðum sex ár og það hefur verið mikil lífsreynsla. Baron hefur frá náttúrunnar hendi mjög mikla hæfileika, en þá sýnir hann ekki af sjálfu sér og því hefur þjálfun hans verið bæði löng og ströng. Baron er núna hestur í fremstu röð á keppnisvellinum, ljúfur en ákveðinn, getumikill gæðingur. Hvílík lukka að kynnast slíkri skepnu.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fer í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira