Afhentu undirskriftalista vegna transteymis BUGL Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:34 Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Nadine Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL, hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag. Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL, hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag. Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00
Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30