Fólk verði áfram í útlöndum finni það fyrir einkennum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Sóttvarnarlæknir bætti í dag við fleiri löndum á áhættulista vegna kórónuveirunnar og fleiri þurfa því að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Þeir sem finna fyrir einkennum og eru enn í útlöndum eru beðnir um að fresta heimkomu. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til blaðamannafundar um kórónuveiruna í dag. Þar kom fram að aðstæður væru hratt að breytast. „Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að hafa þessar leiðbeiningar tiltölulega einfaldar og skýrar en þær geta breyst á milli daga," sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fundinum. Lista sóttvarnarlæknis yfir skilgreind áhættusvæði var breytt í dag. Tveimur löndum var bætt á lista yfir svæði með mikla smitáhættu; Suður-Kóreu og Íran. Á listanum eru einnig Kína og fjögur ítölsk héruð, líkt og Lombardía og Veneto þar sem borgarnar Mílanó og Verona eru. Sóttvarnarlæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum á þessu svæði. Fólk að koma þaðan er beðið um að fara í sóttkví eftir heimkomu og jafnvel fresta henni, finni það fyrir einkennum. „Ef fólk er úti og finnur fyrir einkennum og er veikt á það að láta vita af sér úti. Það á helst ekki að fara upp í flugvél," sagði Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum á fundinum í dag. Endurgreiðsla ef flugfélögin fella niður ferðina Flugfélögin eru þó ekki að aflýsa ferðum á þessu svæði. Sem dæmi má nefna að hægt er að bóka borgarferð með beint flug til Verona eftir rúma viku. Þrátt fyrir að yfirvöld séu að mæla gegn til dæmis þeirri ferð eiga farþegar ekki rétt á endurgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu myndast sá réttur einungis ef flugrekandinn ákveður að fella niður ferðina. Þá eru önnur lönd með litla smitáhættu komin á lista sóttvarnarlæknis; Ítalía utan þessara fjögurra héraða og til dæmis Tenerife. Eftir heimkomu þaðan á fólk að gæta sérlega vel að hreinlæti. „Þvo sér vel um hendur, sleppa því að heilsast með handabandi, kyssast og þess háttar," sagði Rögnvaldur. Bréf sem hótelgestir á Tenerife fengu. Barn í hópi Íslendinga á Tenerife-hótelinu Nokkuð hefur verið um afbókanir til Tenerife eftir að kórónuveirusmitið kom þar upp. Fjórir sem dvöldu á Costa Adeje Palace hótelinu hafa greinst með veiruna og eru allir hótelgestir enn í sóttkví. Þar á meðal tíu Íslendingar og er eitt barn í hópi þeirra. Allir hótelgestir hafa verið beðnir um að halda sig inni á herbergi og í gær fengu allir hitamæla. Voru þau beðin um að mæla sig tvisvar á dag. Greinist hiti verður tekin blóðprufa. Sóttvarnarlæknir hefur rætt við fólkið „Því fólki leið bara vel og hafði svo sem ekkert yfir neinu sérstöku að kvarta. Nema bara yfir þessum óþægilegu aðstæðum sem það var í," segir Þórólfur. Á fundinum teiknaði sóttvarnalæknir upp verstu mögulegu aðstæður sem talið er að gætu komið upp hérlendis. Eru þá tölur frá Hubei-héraði í Kína, þar sem veiran hefur verið skæðust, yfirfærðar hingað. Sömuleiðis er þá ekki tekið tillit til mögulegra mótaðgerða yfirvalda. „Þá gætum við búist við að sjá svona þrjú hundruð tilfelli hér á Íslandi, gætum búist við að sjá svona 20 til 25 gjörgæslutilfelli og við gætum búist að sjá upp undir tíu dauðsföll," sagði Þórólfur á fundinum í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Sóttvarnarlæknir bætti í dag við fleiri löndum á áhættulista vegna kórónuveirunnar og fleiri þurfa því að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Þeir sem finna fyrir einkennum og eru enn í útlöndum eru beðnir um að fresta heimkomu. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til blaðamannafundar um kórónuveiruna í dag. Þar kom fram að aðstæður væru hratt að breytast. „Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að hafa þessar leiðbeiningar tiltölulega einfaldar og skýrar en þær geta breyst á milli daga," sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fundinum. Lista sóttvarnarlæknis yfir skilgreind áhættusvæði var breytt í dag. Tveimur löndum var bætt á lista yfir svæði með mikla smitáhættu; Suður-Kóreu og Íran. Á listanum eru einnig Kína og fjögur ítölsk héruð, líkt og Lombardía og Veneto þar sem borgarnar Mílanó og Verona eru. Sóttvarnarlæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum á þessu svæði. Fólk að koma þaðan er beðið um að fara í sóttkví eftir heimkomu og jafnvel fresta henni, finni það fyrir einkennum. „Ef fólk er úti og finnur fyrir einkennum og er veikt á það að láta vita af sér úti. Það á helst ekki að fara upp í flugvél," sagði Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum á fundinum í dag. Endurgreiðsla ef flugfélögin fella niður ferðina Flugfélögin eru þó ekki að aflýsa ferðum á þessu svæði. Sem dæmi má nefna að hægt er að bóka borgarferð með beint flug til Verona eftir rúma viku. Þrátt fyrir að yfirvöld séu að mæla gegn til dæmis þeirri ferð eiga farþegar ekki rétt á endurgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu myndast sá réttur einungis ef flugrekandinn ákveður að fella niður ferðina. Þá eru önnur lönd með litla smitáhættu komin á lista sóttvarnarlæknis; Ítalía utan þessara fjögurra héraða og til dæmis Tenerife. Eftir heimkomu þaðan á fólk að gæta sérlega vel að hreinlæti. „Þvo sér vel um hendur, sleppa því að heilsast með handabandi, kyssast og þess háttar," sagði Rögnvaldur. Bréf sem hótelgestir á Tenerife fengu. Barn í hópi Íslendinga á Tenerife-hótelinu Nokkuð hefur verið um afbókanir til Tenerife eftir að kórónuveirusmitið kom þar upp. Fjórir sem dvöldu á Costa Adeje Palace hótelinu hafa greinst með veiruna og eru allir hótelgestir enn í sóttkví. Þar á meðal tíu Íslendingar og er eitt barn í hópi þeirra. Allir hótelgestir hafa verið beðnir um að halda sig inni á herbergi og í gær fengu allir hitamæla. Voru þau beðin um að mæla sig tvisvar á dag. Greinist hiti verður tekin blóðprufa. Sóttvarnarlæknir hefur rætt við fólkið „Því fólki leið bara vel og hafði svo sem ekkert yfir neinu sérstöku að kvarta. Nema bara yfir þessum óþægilegu aðstæðum sem það var í," segir Þórólfur. Á fundinum teiknaði sóttvarnalæknir upp verstu mögulegu aðstæður sem talið er að gætu komið upp hérlendis. Eru þá tölur frá Hubei-héraði í Kína, þar sem veiran hefur verið skæðust, yfirfærðar hingað. Sömuleiðis er þá ekki tekið tillit til mögulegra mótaðgerða yfirvalda. „Þá gætum við búist við að sjá svona þrjú hundruð tilfelli hér á Íslandi, gætum búist við að sjá svona 20 til 25 gjörgæslutilfelli og við gætum búist að sjá upp undir tíu dauðsföll," sagði Þórólfur á fundinum í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48