John Snorri og Tomaž telja sig svikna af sjerpunum Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 07:23 Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2 í janúar síðastliðinn. John Snorri/Facebook Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54
John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43
John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35