100 þúsund hungruðum öndum ætlað að tækla engisprettufaraldur Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 14:52 Endur geta étið rúmlega 200 engisprettur á dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Stjórnvöld í Kína vilja stöðva „innrás“ engispretta frá Pakistan með „lífrænum vopnum“ í formi anda. Engisprettur í milljarðavís hafa valdið miklum usla þar sem þær herja á plöntur og akra í Austur-Afríku, Miðausturlöndum, Indlandi og Pakistan. Pakistanar og Kínverjar hafa nú hafið samstarf til að taka á þessari skæðu pest sem leitt getur til uppskerubrests og hungursneyðar á stórum landssvæðum sé ekkert að gert. Lu Lizhi, sérfræðingur hjá Landbúnaðarakademíu Zhejiang, segir að lausnin kunni að felast í að gera út endur til að ráðast gegn óværunni. Leiðir hann nú áætlun stjórnvalda sem felur í sér aðkomu 100 þúsund anda. Kínverski fjölmiðillinn CGTN hefur birt myndband af einni andaherdeildinni sem um ræðir. "Duck troops" gather at the border to face locust swarms pic.twitter.com/1J4r3dmmJk— CGTN (@CGTNOfficial) February 19, 2020 „Önd getur étið rúmlega 200 engisprettur á dag,“ segir hann í samtali við Time Magazine. Hann segir endurnar skilvirkari en notkun skordýraeiturs. Tilraunir verða gerðar í Xinjiang í vesturhluta Kína, áður en andaherinn verði gerður út af örkinni í Pakistan. Dýr Kína Pakistan Tengdar fréttir Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið. 26. febrúar 2020 13:32 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Stjórnvöld í Kína vilja stöðva „innrás“ engispretta frá Pakistan með „lífrænum vopnum“ í formi anda. Engisprettur í milljarðavís hafa valdið miklum usla þar sem þær herja á plöntur og akra í Austur-Afríku, Miðausturlöndum, Indlandi og Pakistan. Pakistanar og Kínverjar hafa nú hafið samstarf til að taka á þessari skæðu pest sem leitt getur til uppskerubrests og hungursneyðar á stórum landssvæðum sé ekkert að gert. Lu Lizhi, sérfræðingur hjá Landbúnaðarakademíu Zhejiang, segir að lausnin kunni að felast í að gera út endur til að ráðast gegn óværunni. Leiðir hann nú áætlun stjórnvalda sem felur í sér aðkomu 100 þúsund anda. Kínverski fjölmiðillinn CGTN hefur birt myndband af einni andaherdeildinni sem um ræðir. "Duck troops" gather at the border to face locust swarms pic.twitter.com/1J4r3dmmJk— CGTN (@CGTNOfficial) February 19, 2020 „Önd getur étið rúmlega 200 engisprettur á dag,“ segir hann í samtali við Time Magazine. Hann segir endurnar skilvirkari en notkun skordýraeiturs. Tilraunir verða gerðar í Xinjiang í vesturhluta Kína, áður en andaherinn verði gerður út af örkinni í Pakistan.
Dýr Kína Pakistan Tengdar fréttir Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið. 26. febrúar 2020 13:32 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið. 26. febrúar 2020 13:32