Meirihlutinn segir Guðmund hafa ákveðið að hætta Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 18:07 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Vísir/Egill Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Sjá meira
Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Sjá meira
Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25