Tekst lærisveinum Solskjærs að hefna fyrir síðustu heimsókn sína á Goodison? Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 23:30 Solskjær var ekki skemmt eftir síðustu heimsókn á Goodison vísir/getty Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun. Enski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira