„Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:45 Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún óskar eftir því að sviðslistastofnanir landsins fái sömu undanþágu frá tveggja metra reglunni og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brýnt sé að standa vörð um menningu og listir, sérstaklega á tímum faraldurs. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“ Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“
Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16