Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 14:31 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki eru velkomnir til Noregs en Åge Hareide mun ekki stýra Rosenborg gegn þeim. samsett/daníel/getty Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik. Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik.
Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00