Sjávarmál rís við Eiðsgranda Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 13:03 Frá athöfninni í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur og einn höfunda verksins, sýnir smærri útgáfu af verkinu sem mun rísa. Kristinn Guðmundsson Listaverkið Sjávarmál bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjávarmál er hannað af arkitektunum Baldri Helga Snorrasyni og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Þetta tilkynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í dag. Niðurstöðurnar voru kynnar nú um hádegisbil og fór athöfnin fram við Eiðsgranda þar sem áætlað er að verkið muni rísa en alls voru sjötíu tillögur sendar inn í keppnina. Listasafn Reykjavíkur Sjávarmál er tvískipt verk: Á þeirri hlið sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp með endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan skálina. Á hinni hliðinni er hrjúfur veggur þar sem íslenskt heiti fyrir hafið eru letruð. „Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta hafsins og hlusta eftir því náttúran hefur að segja okkur,“ segir í tilkynningu um verkið. Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að verkið muni auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins, en ekkert útilistaverk er á svæðinu sem stendur. Samkeppni um útlistaverk var á meðal þess sem kosið var um í verkefninu Hverfið mitt 2020 og verður því nú hrint í framkvæmd. Styttur og útilistaverk Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listaverkið Sjávarmál bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjávarmál er hannað af arkitektunum Baldri Helga Snorrasyni og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Þetta tilkynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í dag. Niðurstöðurnar voru kynnar nú um hádegisbil og fór athöfnin fram við Eiðsgranda þar sem áætlað er að verkið muni rísa en alls voru sjötíu tillögur sendar inn í keppnina. Listasafn Reykjavíkur Sjávarmál er tvískipt verk: Á þeirri hlið sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp með endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan skálina. Á hinni hliðinni er hrjúfur veggur þar sem íslenskt heiti fyrir hafið eru letruð. „Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta hafsins og hlusta eftir því náttúran hefur að segja okkur,“ segir í tilkynningu um verkið. Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að verkið muni auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins, en ekkert útilistaverk er á svæðinu sem stendur. Samkeppni um útlistaverk var á meðal þess sem kosið var um í verkefninu Hverfið mitt 2020 og verður því nú hrint í framkvæmd.
Styttur og útilistaverk Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira