Agnes biskup hafi náð „einstökum árangri“ í að nútímavæða Þjóðkirkjuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:56 Agnes Sigurðardóttir tók við embætti biskups fyrst kvenna árið 2012. vísir/vilhelm Þjóðkirkjan er frjálslyndari og nútímalegri stofnun en margir gera sér grein fyrir, að mati upplýsingafulltrúa Biskupsstofu. Agnes Sigurðardóttir biskup hafi þannig náð „einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag.“ Hún sé sjálf til marks um þetta, verandi „fráskilinn kvenbiskup að vestan.“ Upplýsingafulltrúinn var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar bárust meðal annars skráningar Íslendinga í trú- og lífsskoðunarfélög í tal, en nýlegar tölur Þjóðskrár bera með sér stöðuga fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar á síðustu árum. Fækkunin gagnrýni, ekki trúleysi Það þurfi þó ekki að vera til marks um að Íslendingar séu að verða trúlausari, að mati Péturs Georgs Markan upplýsingafulltrúa. „Ég held að það sé ákveðin vangreining,“ segir Pétur. Úrskráningar úr Þjóðkirkjunni séu frekar til marks um afstöðu einstaklinga til stofnunarinnar, frekar en að þeir séu að gefast upp á trúnni „eða þrái ekki andlegt líf,“ eins og Pétur orðar það. Hann tekur þannig undir það að fækkun sóknarbarna sé til marks um að fólk sé ósátt við kirkjuna. „Ég held að það sé hluti af því sem Þjóðkirkjan hefur verið að vinna markvisst í. Að átta sig á því að hún þarf að eiga samfylgd með þjóðinni,“ segir Pétur og bætir við að þessi samfylgd skiptir Agnesi biskup miklu máli. Einstakt samstarf við Samtökin '78 Í því samhengi segir Pétur rétt að minnast þess að Þjóðkirkjan var lengi „eins konar ráðuneyti frekar en stofnun. Hún var bara embættismannakerfi sem þarf að laga sig að breyttum tíma - sem hún er að gera.“ Þjóðkirkjan sé þannig að mati Péturs frjálslyndari og nútímalegri en mörg geri sér grein fyrir. „Við erum með biskup í dag sem hefur náð einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag,“ segir Pétur. Í því samhengi nefnir hann nýlegt verkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78, hvers ætlun er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar „Sem er ekki bara nauðsynlegt fyrir Þjóðkirkjuna heldur bara Ísland yfir höfuð, að gera upp þessa sögu,“ segir Pétur og bætir við að verkefnið sé einstakt á heimsvísu. Fráskilið fordæmi að vestan „Kirkjurnar almennt eru ekki komnar á þann stað sem Þjóðkirkja Íslands er. Við getum sýnt þetta fordæmi.“ Þá sé Agnes biskup fordæmi í sjálfu sér að mati Péturs. „Við getum líka sýnt fram á það að við eigum kvenbiskup sem er fráskilin að vestan. Þetta er einstakt í hinu stóra, glóbalíska samfélagi.“ Þjóðkirkjan sé því nútímaleg að mörgu leyti að mati Péturs, en að það hafi tekið tíma. „Við megum ekki gleyma að þetta er tvö þúsund ára stofnun. Hérna erum við þúsund ára, hún hefur svolítið lifað tímana tvenna og það tekur hana stundum tíma að að komast inn.“ Viðtalið við hann í heild má heyra hér að ofan. Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Tengdar fréttir Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50 Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þjóðkirkjan er frjálslyndari og nútímalegri stofnun en margir gera sér grein fyrir, að mati upplýsingafulltrúa Biskupsstofu. Agnes Sigurðardóttir biskup hafi þannig náð „einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag.“ Hún sé sjálf til marks um þetta, verandi „fráskilinn kvenbiskup að vestan.“ Upplýsingafulltrúinn var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar bárust meðal annars skráningar Íslendinga í trú- og lífsskoðunarfélög í tal, en nýlegar tölur Þjóðskrár bera með sér stöðuga fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar á síðustu árum. Fækkunin gagnrýni, ekki trúleysi Það þurfi þó ekki að vera til marks um að Íslendingar séu að verða trúlausari, að mati Péturs Georgs Markan upplýsingafulltrúa. „Ég held að það sé ákveðin vangreining,“ segir Pétur. Úrskráningar úr Þjóðkirkjunni séu frekar til marks um afstöðu einstaklinga til stofnunarinnar, frekar en að þeir séu að gefast upp á trúnni „eða þrái ekki andlegt líf,“ eins og Pétur orðar það. Hann tekur þannig undir það að fækkun sóknarbarna sé til marks um að fólk sé ósátt við kirkjuna. „Ég held að það sé hluti af því sem Þjóðkirkjan hefur verið að vinna markvisst í. Að átta sig á því að hún þarf að eiga samfylgd með þjóðinni,“ segir Pétur og bætir við að þessi samfylgd skiptir Agnesi biskup miklu máli. Einstakt samstarf við Samtökin '78 Í því samhengi segir Pétur rétt að minnast þess að Þjóðkirkjan var lengi „eins konar ráðuneyti frekar en stofnun. Hún var bara embættismannakerfi sem þarf að laga sig að breyttum tíma - sem hún er að gera.“ Þjóðkirkjan sé þannig að mati Péturs frjálslyndari og nútímalegri en mörg geri sér grein fyrir. „Við erum með biskup í dag sem hefur náð einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag,“ segir Pétur. Í því samhengi nefnir hann nýlegt verkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78, hvers ætlun er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar „Sem er ekki bara nauðsynlegt fyrir Þjóðkirkjuna heldur bara Ísland yfir höfuð, að gera upp þessa sögu,“ segir Pétur og bætir við að verkefnið sé einstakt á heimsvísu. Fráskilið fordæmi að vestan „Kirkjurnar almennt eru ekki komnar á þann stað sem Þjóðkirkja Íslands er. Við getum sýnt þetta fordæmi.“ Þá sé Agnes biskup fordæmi í sjálfu sér að mati Péturs. „Við getum líka sýnt fram á það að við eigum kvenbiskup sem er fráskilin að vestan. Þetta er einstakt í hinu stóra, glóbalíska samfélagi.“ Þjóðkirkjan sé því nútímaleg að mörgu leyti að mati Péturs, en að það hafi tekið tíma. „Við megum ekki gleyma að þetta er tvö þúsund ára stofnun. Hérna erum við þúsund ára, hún hefur svolítið lifað tímana tvenna og það tekur hana stundum tíma að að komast inn.“ Viðtalið við hann í heild má heyra hér að ofan.
Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Tengdar fréttir Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50 Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50
Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent