Staðreyndir um fjárhagsstöðu Almar Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun