Forseti Bayern München, Herbert Hainer, segir að Cristiano Ronaldo sé of gamall fyrir þýsku meistarana.
Hainer sagði þetta á fundi með stuðningsmönnum Bayern í síðustu viku.
„Margir leikmenn eru orðaðir við okkur,“ sagði Hainer. „Cristiano ætti að vera aðeins of gamall fyrir okkur.“
Samningur Ronaldos við Juventus rennur út 2022 þegar Portúgalinn verður 37 ára.
Ronaldo hefur verið í miklum ham að undanförnu og skorað í tíu leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í röð. Hann hefur alls skorað 23 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Hainer var einnig spurður út í áhuga Bayern á Leroy Sané, þýska landsliðsmanninum hjá Manchester City.
„Leroy er framúskarandi leikmaður sem við höfum áhuga á, eins og vitað er. Sjáum hvernig hann kemur til baka eftir meiðslin,“ sagði Hainer um Sané sem hefur ekkert leikið á tímabilinu vegna meiðsla.
Segir Ronaldo of gamlan fyrir Bayern

Tengdar fréttir

Ronaldo og Neymar halda báðir upp á afmælið sitt í dag
5. febrúar er stór dagur fyrir fótboltann því tveir af bestu knattspyrnumönnum heims undanfarin ár eru báðir fæddir þennan dag.

Bayern sagt ætla að bjóða 75 milljónir punda í Bobby
Það gæti verið freistandi fyrir Liverpool að selja Roberto Firmino í sumar ef marka má fréttir í ensku slúðurblöðunum í morgun.

Ronaldo skoraði í tíunda leiknum í röð en Juventus tapaði | Sjáðu mörkin
Juventus laut í lægra haldi fyrir Verona í ítölsku úrvalsdeildinni.

Markalaust í toppslagnum í Þýskalandi
Ekkert mark var skorað í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni.