Two Birds kaupir Aurbjörgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 10:42 Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds, ásamt Ólafi Erni Guðmundssyni, öðrum stofnanda Aurbjargar. Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu. Frá þessu er greint í tilkynningu en ekkert kemur fram um kaupverðið. Aurbjörg aðstoðar fólk við fjármálin, sparar neytendum pening, hjálpar þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, síma, rafmagn ásamt fleiru. „Þessi kaup á Aurbjörgu styðja við markmið okkar hjá Two Birds að auðvelda fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að stórum fjármálaákvörðunum, eins og að kaupa sér þak yfir höfuðið, finna hagkvæmasta húsnæðislánið eða fara í endurfjármögnun“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Á Aurbjörgu gerir fólk samanburð á hinum ýmsu þjónustuþáttum sem snúa að heimilisrekstrinum, velur hagstæðan valkost og klárar málin með einföldum hætti.“ Mikið fagnaðarefni „Hugmyndin við stofnun á Aurbjörgu var ávallt að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvert það ætti að beina viðskiptum með einföldum samanburði á kaupum og kjörum ólíkra fyrirtækja og stofnana. Nú verður hægt að byggja enn frekar undir það verkefni og gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost á að taka upplýsta ákvörðun. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem stofnuðum Aurbjörgu að sjá þetta frábæra verkefni vaxa og dafna með allri þeirri þekkingu sem liggur hjá Two Birds,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda Aurbjargar. Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem fór í loftið í október 2017 og hjálpar fólki með fjármálin. Tilgangur vefsíðunnar er sagður vera sá að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda. Two Birds var stofnað í maí 2018 og sérhæfir sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds býr yfir gagnasafni um fasteignamarkaðinn á Íslandi og notar gervigreind til að reikna áætlað markaðsvirði fasteigna á öllu landinu. Neytendur Upplýsingatækni Fjártækni Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu. Frá þessu er greint í tilkynningu en ekkert kemur fram um kaupverðið. Aurbjörg aðstoðar fólk við fjármálin, sparar neytendum pening, hjálpar þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, síma, rafmagn ásamt fleiru. „Þessi kaup á Aurbjörgu styðja við markmið okkar hjá Two Birds að auðvelda fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að stórum fjármálaákvörðunum, eins og að kaupa sér þak yfir höfuðið, finna hagkvæmasta húsnæðislánið eða fara í endurfjármögnun“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Á Aurbjörgu gerir fólk samanburð á hinum ýmsu þjónustuþáttum sem snúa að heimilisrekstrinum, velur hagstæðan valkost og klárar málin með einföldum hætti.“ Mikið fagnaðarefni „Hugmyndin við stofnun á Aurbjörgu var ávallt að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvert það ætti að beina viðskiptum með einföldum samanburði á kaupum og kjörum ólíkra fyrirtækja og stofnana. Nú verður hægt að byggja enn frekar undir það verkefni og gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost á að taka upplýsta ákvörðun. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem stofnuðum Aurbjörgu að sjá þetta frábæra verkefni vaxa og dafna með allri þeirri þekkingu sem liggur hjá Two Birds,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda Aurbjargar. Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem fór í loftið í október 2017 og hjálpar fólki með fjármálin. Tilgangur vefsíðunnar er sagður vera sá að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda. Two Birds var stofnað í maí 2018 og sérhæfir sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds býr yfir gagnasafni um fasteignamarkaðinn á Íslandi og notar gervigreind til að reikna áætlað markaðsvirði fasteigna á öllu landinu.
Neytendur Upplýsingatækni Fjártækni Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira