Madoff segist við dauðans dyr og leitar lausnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:43 Madoff árið 2009 þegar hann viðurkenndi að hafa rekið stærstu Ponzi-svikamyllu í sögu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum. Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum.
Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira