Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 12:15 Álverið í Straumsvík er í Hafnarfirði og skapar mikilvægar tekjur fyrir bæjarfélagið. vísir/vilhelm Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira