Napoli vann 1-0 sigur gegn Inter í Mílanó í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta.
Það var Spánverjinn Fabián Ruiz sem skoraði eina mark leiksins með góðu skoti utan teigs um miðjan seinni hálfleik. Liðin mætast að nýju á heimavelli Napoli þann 5. mars.
Annað kvöld hefst hitt undanúrslitaeinvígið þegar AC Milan og Juventus mætast í Mílanó.
