Fótbolti

Sarri móðgaði starfsmenn ítalska póstsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki er víst að Sarri fái póstinn sinn á næstunni.
Ekki er víst að Sarri fái póstinn sinn á næstunni. vísir/getty

Starfsmenn hjá póstinum á Ítalíu eru allt annað en sáttir við orð þjálfara Juventus, Maurizio Sarri, á dögunum.

Sarri lét hafa eftir sér að ef hann hefði viljað vinna í pressulausu starfi þá hefði hann sótt um vinnu hjá póstinum.

Þessi ummæli fóru vægast sagt illa í ítalska póstinn sem svaraði fyrir sig.

„Herra Sarri mætti taka nokkrar mínútur til þess að fræðast um fyrirtækið sem er það stærsta á Ítalíu,“ sagði í yfirlýsingu.

„Ungt fólk sem er nýskriðið úr skóla slæst um að koma og vinna hjá okkur. Þetta fyrirtæki er á topp 500 í heiminum og hefur gert það gott. Það er krefjandi að vinna hérna og Sarri getur komið í heimsókn og fengið að upplifa það sjálfur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×