Bein útsending: Samtal við Hildi Guðnadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 16:00 Hildur fagnar Óskarsverðlaununum aðfaranótt mánudags í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Getty Images/Kevin Winter Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi. Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist. Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands. Beint streymi má sjá hér að neðan. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Skóla - og menntamál Tónlist Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi. Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist. Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands. Beint streymi má sjá hér að neðan.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Skóla - og menntamál Tónlist Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira