Jón Gunnar tekur við framkvæmdastjórastöðunni hjá Mussila Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2020 10:45 Jón Gunnar Þórðarson hefur starfað sem markaðsstjóri Mussina síðastliðin tvö ár. Mussila Jón Gunnar Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila ehf. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri fyrirtækisins síðustu tvö árin og tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur, annars stofnanda félagsins. Í tilkynningu kemur fram að Jón Gunnar hafi víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og stýringu á teymisvinnu. „Hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í leikstjórn frá Drama Centre London. Jón Gunnar hóf störf hjá Mussila í maí árið 2018 og hefur sinnt stöðu markaðsstjóra. Áður starfaði hann sem leikstjóri og hefur leikstýrt á fjórða tug leikrita á Íslandi og erlendis,“ segir í tilkynningunni. Stafræn tónlistarkennsla Mussila ehf hefur sérhæft sig á sviði stafrænnar tónlistarkennslu, en kjarnavara fyrirtækisins er smáforrit sem ber sama heiti og kennir börnum grunnatriði tónlistar í gegnum áskoranir, ævintýri og skapandi leik. Í tilkynningu segir að Mussila hafi náð langt á alþjóðamarkaði og unnið á annan tug verðlauna víða um heim. Megi þar nefna Nordic EdTech Awards, Parents´ Choice Awards og nýverið gerði fyrirtækið útgáfusamning við NetEase í Kína. Kaflaskil í sögu fyrirtækisins „Nú eru ákveðin kaflaskil í sögu fyrirtækisins þar sem framundan er aukin áhersla á vöxt og ný viðskiptatækifæri og í því sambandi eru gerðar breytingar á skipulagi fyrirtækisins. Margrét Júlíana mun nú einbeita sér að kynningu á starfsemi Mussila og sinna samskiptum við erlenda fjárfesta og samstarfsaðila. Jón Gunnar tekur við sem framkvæmdastjóri og mun leiða vöxt og uppbyggingu dreifileiða auk sölu og markaðssetningar erlendis og mun einbeita sér að því að styrkja staðsetningu Mussila á markaði. Jón Gunnar og Hilmar Þór Birgisson núverandi tæknistjóri félagsins og meðstofnandi taka við stjórn á daglegum rekstri, Hilmar Þór sem framleiðslustjóri,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Vistaskipti Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Jón Gunnar Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila ehf. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri fyrirtækisins síðustu tvö árin og tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur, annars stofnanda félagsins. Í tilkynningu kemur fram að Jón Gunnar hafi víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og stýringu á teymisvinnu. „Hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í leikstjórn frá Drama Centre London. Jón Gunnar hóf störf hjá Mussila í maí árið 2018 og hefur sinnt stöðu markaðsstjóra. Áður starfaði hann sem leikstjóri og hefur leikstýrt á fjórða tug leikrita á Íslandi og erlendis,“ segir í tilkynningunni. Stafræn tónlistarkennsla Mussila ehf hefur sérhæft sig á sviði stafrænnar tónlistarkennslu, en kjarnavara fyrirtækisins er smáforrit sem ber sama heiti og kennir börnum grunnatriði tónlistar í gegnum áskoranir, ævintýri og skapandi leik. Í tilkynningu segir að Mussila hafi náð langt á alþjóðamarkaði og unnið á annan tug verðlauna víða um heim. Megi þar nefna Nordic EdTech Awards, Parents´ Choice Awards og nýverið gerði fyrirtækið útgáfusamning við NetEase í Kína. Kaflaskil í sögu fyrirtækisins „Nú eru ákveðin kaflaskil í sögu fyrirtækisins þar sem framundan er aukin áhersla á vöxt og ný viðskiptatækifæri og í því sambandi eru gerðar breytingar á skipulagi fyrirtækisins. Margrét Júlíana mun nú einbeita sér að kynningu á starfsemi Mussila og sinna samskiptum við erlenda fjárfesta og samstarfsaðila. Jón Gunnar tekur við sem framkvæmdastjóri og mun leiða vöxt og uppbyggingu dreifileiða auk sölu og markaðssetningar erlendis og mun einbeita sér að því að styrkja staðsetningu Mussila á markaði. Jón Gunnar og Hilmar Þór Birgisson núverandi tæknistjóri félagsins og meðstofnandi taka við stjórn á daglegum rekstri, Hilmar Þór sem framleiðslustjóri,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Vistaskipti Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun