Í dag er haldið upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinnabókanna hjá útgáfufélaginu Froski, sem ætlar að gefa allar Tinnabækurnar út á næstu tíu árum. Bækurnar eru í nýrri þýðingu Anítu K. Jónsson.
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Jean Posocco útgefanda hjá Froski í útgáfuhófinu í verslun Nexus í kvöld. Hann sagði að lesendur mættu ekki eiga von á því að Kolbeinn kafteinn hætti að bölva – munnsöfnuðurinn væri eitt af hans aðaleinkennum.
Þá sagði hann nýju þýðinguna nútímalegri en þá eldri, enda væri hugmyndin að ná betur til yngri lesenda.
Viðtal við Jean má horfa á í spilaranum hér að neðan.