Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 11:26 Kolbeinn Sigþórsson jafnar markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu með öðru marki þess í 2-0 sigri á Andorra á Laugardalsvelli. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM. Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM.
Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira