Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 11:26 Kolbeinn Sigþórsson jafnar markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu með öðru marki þess í 2-0 sigri á Andorra á Laugardalsvelli. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM. Sænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM.
Sænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira