Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 11:26 Kolbeinn Sigþórsson jafnar markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu með öðru marki þess í 2-0 sigri á Andorra á Laugardalsvelli. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM. Sænski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM.
Sænski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira