Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 18:19 Maní og foreldrar hans við dómsmálaráðuneytið í dag. Vísir/Sigurjón Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18