Gerrard mjög áhugasamur um það hvort enska úrvalsdeildin refsar Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:00 Steven Gerrard gerði slæm mistök á úrslitastundu þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum vorið 2014. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37