Milan færist nær Evrópusæti Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2020 21:30 Rebic fagnar sigurmarkinu. vísir/getty AC Milan færist nær Evrópusæti í ítalska boltanum eftir 1-0 sigur á Torino á heimavelli í kvöld. Liðin mættust í síðasta leik 24. umferðarinnar en leikið var á San Siro í kvöld. Zlatan Ibrahimovic var að sjálfsögðu í byrjunarliði heimamanna. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 25. mínútu. Króatinn Ante Rebic skoraði þá eftir fyrirgjöf Samuel Castillejo en Milan hafði unnið boltann í kringum vítateig Torino. Ahead at the break, no letting up in the second half #MilanTorino 1-0 #SempreMilanpic.twitter.com/I5wGTzVNwQ— AC Milan (@acmilan) February 17, 2020 Lokatölur 1-0 en Milan er í 8. sætinu með 35 stig, jafn mörg stig og Verona sem er í 6. sætinu og fjórum stigum á eftir Roma sem er í 5. sætinu. Torino er í fjórtánda sætinu. Ítalski boltinn
AC Milan færist nær Evrópusæti í ítalska boltanum eftir 1-0 sigur á Torino á heimavelli í kvöld. Liðin mættust í síðasta leik 24. umferðarinnar en leikið var á San Siro í kvöld. Zlatan Ibrahimovic var að sjálfsögðu í byrjunarliði heimamanna. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 25. mínútu. Króatinn Ante Rebic skoraði þá eftir fyrirgjöf Samuel Castillejo en Milan hafði unnið boltann í kringum vítateig Torino. Ahead at the break, no letting up in the second half #MilanTorino 1-0 #SempreMilanpic.twitter.com/I5wGTzVNwQ— AC Milan (@acmilan) February 17, 2020 Lokatölur 1-0 en Milan er í 8. sætinu með 35 stig, jafn mörg stig og Verona sem er í 6. sætinu og fjórum stigum á eftir Roma sem er í 5. sætinu. Torino er í fjórtánda sætinu.