Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 20:18 Caroline Flack lést á laugardag. Vísir/Getty Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57