Evrópumeistarar Liverpool hafa nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2020/2021.
Þetta varð ljóst eftir að Manchester United vann 2-0 sigur á Chelsea á Brúnni í kvöld en úrslitin gera það að verkum að Liverpool mun enda í einum af fjórum efstu sætunum.
Liðið er með 25 stiga forskot á toppi ensku deildarinnar eftir 26 umferðir og eru komnir með níu fingur á enska meistaratitilinn.
- @LFC are the first team to qualify for the 2020/21 @ChampionsLeague group stage, even before the KO stages of the 2019/20 have started. #UCL#LFC
— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 17, 2020
Þeir eru fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð enda er einungis 17. febrúar.
Liðið leikur við Atletico Madrid í 16-liða úrslitunum annað kvöld er liðin mætast í fyrri leik liðanna. Liverpool á titil að verja eftir sigurinn á síðustu leiktíð.
Leikurinn annað kvöld verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Three years ago, Liverpool needed a win in the last game of the season to qualify for UCL.
— Teelaw (@The_real_Teelaw) February 17, 2020
Today, we've qualified with TWELVE games to spare.
My club is UNREAL.