Skátarnir að kikna undan lögsóknum vegna misnotkunar Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 07:36 Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. AP/James Quigg Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið. Bandaríkin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið.
Bandaríkin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira