Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 17:30 Er þetta næsti markahrókur Börsunga? Vísir/Getty Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45
Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52