Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 18. febrúar 2020 20:15 Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. Þá hafa læknar á Landspítalanum gefið út nýtt læknisvottorð um að Maní verði áfram í meðferð eftir að hann útskrifast og að á meðan sé óforsvaranlegt að vísa honum úr landi. Shokoufa Shahidi, móðir Maní beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu. Brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun No Borders Iceland, Samtökin 78, Q - félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland stóðu fyrir mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar Maní Shahidi og foreldra hans. Þá var ætlunin að afhenda dómsmálaráðherra sjálfum tæplega 8000 undirskriftir þar sem brottvísuninni er mótmælt en fulltrúi ráðuneytisins tók við undirskriftunum. Mótmælendur fóru næst að forsætisráðuneytinu til að afhenda forsætisráðherra sömu lista. Þ akkl á t fyrir stu ð ninginn Foreldrar Maní sem er enn þá á BUGL voru þakklátir fyrir stuðninginn. „Ég vona að okkur verði leyft að dvelja hér á Íslandi. Ég vona hið besta,“ sagði Shokufa Shahidi, móðir Maní. Fulltrúi forsætisráðuneytisins tók á móti listunum. Stuttu síðar bárust mótmælendum þær fregnir að til stæði að vísa Maní og fjölskyldu úr landi eftir að hann yrði útskrifaður af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Foreldrar Manís voru greinilega slegnir yfir fregnunum. „Ég bið stjórnvöld að fara yfir mál Manís og skoða hvernig honum líður núna. Hann er á sjúkrahúsi. Gefið honum tækifæri,“ sagði Shokufa, móðir Maní, í samtali við fréttastofu. Eftir þessar fréttir ákváðu mótmælendur að fara aftur að dómsmálaráðuneytinu og halda mótmælum þar áfram. Telur mist ö k hafa veri ð ger ð Claudie Ashonie Wilsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir Maní ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þá virðist dómsmálaráðherra ekki skilja málið. „Erfitt að sjá dómsmálaráðherra tala um geðþóttaákvörðun í þessu máli vegna þess að það er ekki það sem er verið að biðja um. Einungis er verið að óska eftir réttlátri málsmeðferð fyrir umbjóðanda minn í þessu máli. Það er ekki venjuleg stjórnsýsluframkvæmd að einungis hluti af einhverri beiðni hafi verið afgreidd, og því meira sem ég skoða þessi gögn sem voru að berast mér virðist sem að einhver mistök hafi átt sér stað í þessu máli.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. Þá hafa læknar á Landspítalanum gefið út nýtt læknisvottorð um að Maní verði áfram í meðferð eftir að hann útskrifast og að á meðan sé óforsvaranlegt að vísa honum úr landi. Shokoufa Shahidi, móðir Maní beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu. Brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun No Borders Iceland, Samtökin 78, Q - félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland stóðu fyrir mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar Maní Shahidi og foreldra hans. Þá var ætlunin að afhenda dómsmálaráðherra sjálfum tæplega 8000 undirskriftir þar sem brottvísuninni er mótmælt en fulltrúi ráðuneytisins tók við undirskriftunum. Mótmælendur fóru næst að forsætisráðuneytinu til að afhenda forsætisráðherra sömu lista. Þ akkl á t fyrir stu ð ninginn Foreldrar Maní sem er enn þá á BUGL voru þakklátir fyrir stuðninginn. „Ég vona að okkur verði leyft að dvelja hér á Íslandi. Ég vona hið besta,“ sagði Shokufa Shahidi, móðir Maní. Fulltrúi forsætisráðuneytisins tók á móti listunum. Stuttu síðar bárust mótmælendum þær fregnir að til stæði að vísa Maní og fjölskyldu úr landi eftir að hann yrði útskrifaður af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Foreldrar Manís voru greinilega slegnir yfir fregnunum. „Ég bið stjórnvöld að fara yfir mál Manís og skoða hvernig honum líður núna. Hann er á sjúkrahúsi. Gefið honum tækifæri,“ sagði Shokufa, móðir Maní, í samtali við fréttastofu. Eftir þessar fréttir ákváðu mótmælendur að fara aftur að dómsmálaráðuneytinu og halda mótmælum þar áfram. Telur mist ö k hafa veri ð ger ð Claudie Ashonie Wilsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir Maní ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þá virðist dómsmálaráðherra ekki skilja málið. „Erfitt að sjá dómsmálaráðherra tala um geðþóttaákvörðun í þessu máli vegna þess að það er ekki það sem er verið að biðja um. Einungis er verið að óska eftir réttlátri málsmeðferð fyrir umbjóðanda minn í þessu máli. Það er ekki venjuleg stjórnsýsluframkvæmd að einungis hluti af einhverri beiðni hafi verið afgreidd, og því meira sem ég skoða þessi gögn sem voru að berast mér virðist sem að einhver mistök hafi átt sér stað í þessu máli.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16