Klopp er á því að Atlético hafi verið að reyna að láta reka Mané af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 09:30 Sadio Mané fær hér gula spjaldið í leiknum í gær. Getty/Angel Martinez Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira