Chelsea þurfti að grípa til harðra aðgerða vegna óásættanlegrar hegðunar stuðningsmanna Manchester United á deildarleik liðanna á Stamford Bridge á mánudagskvöldið.
Chelsea segir að stór hópur stuðningsmanna Manchester United hafa stundað það að syngja niðrandi söngva um samkynhneigða.
Hluti af ólátaseggjunum frá Manchester United var meinaður aðgangur að leiknum og öðrum sem höfðu komist inn á völlinn þurfti að henda út af leikvanginum.
Chelsea have alleged that a "large group" of Manchester United supporters made homophobic chants at Monday's Premier League match.
— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020
Full story: https://t.co/HM1LNkAymBpic.twitter.com/ydVHxGllXG
„Svona framkoma verður ekki liðin. Þessir stuðningsmenn verða settir í bann frá leikjum á Stamford Bridge í framtíðinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Chelsea.
Chelsea lét líka vita af því að Manchester United hafi líka fengið upplýsingar um hverjir voru í þessu hópi með það markið að United geti líka tekið á þessu máli.
„Chelsea er fjölbreytilegur klúbbur fyrir alla og félagið mun alltaf taka mjög hart á hegðun sem dregur taum eins á kostnað annars,“ sagði í yfirlýsingu frá Chelsea.
Stuðningsmenn Manchester United fóru þó eflaust sáttir heim því Manchester United vann leikinn 2-0 með mörkum Anthony Martial og Harry Maguire.